laugardagur, 19. apríl 2008

grundirnar gróa


lífið er ljúft....... í blíðunni sem umlykur okkur aumingjana þessa dagana. það ber tíðinda í skólabúðunum á Reykjum þessa dagana, Haldimar Valdór var að hefja þar störf sem íþróttaálfur og hef ég gaman af, því nú loks er kominn félagi sem er með svipuð áhugamál og ég. það er mjög gott í fimmtudagsbaráttunni við kjaftfora kokkinn, því á fimmtudögum rífumst við aðallega um hvort Hróarskelda sé kúl eða ekki....... hann skilur þetta ekki blessaður. en allaveganna, Valdi vertu velkominn og við hittumst út í House of Smith og skipuleggjum heimsyfirráð eða dauða.

á maður að grilla í kvöld ?

föstudagur, 18. apríl 2008

ú beibí

smá í morgunsárið................ er að fara suður með litlu, og við tökum Kötlu með.
í bílinn tek ég kaffi, guns & roses og brand new pair of shades.
svo um helgina vona ég að alla þyrsti í kjúklingasalat og smá house músík...... Iknow I do !

fimmtudagur, 13. mars 2008

gott lúkk, medium blogg !


búinn að kveikja í einum cowboy, lapparinn oná carlsbergkassa inná lager oooooog........it's on !

ég var að lesa fréttablaðið í dag sem er svosum ekkert óvenjulegt, ég er jú læs ( sörpræs ). þar sem ég sat í makindum mínum í matsalnum (með Bigga Te á móti mér og Kalla kokk fyrir attann mig að glugga í sama blað og ég sem hann jú gerir svo oft þangað til hann sér eitthvað merkilegt og rífur af mér blaðið), rak mig í algjöran og snarbrattann rogastanz..... kings of leon á hróarskeldu ! ég fékk áfall á áfall ofan og hugsaði sjálfum mér þegjandi þörfina fyrir að hafa gert bindandi samning við Evil Kate um að næst þegar við förum til úgglanda, förum við saman( sem er ekki lenska okkar hjúa). ég neflilega fór eitt sinn til danaveldis til að sjá Kings of leon og þá var tónleikunum aflýst daginn fyrir herlegheitin og ég brjálaður með nákvæmlega enga dönskukunnáttu í blóti og ragni, en ferðin var góð enda kona og barn með í för........ svo í gær fékk ég símtalið sem allir hafa beðið eftir, Gunni Tryggva hljómsveitastjóri The Cantabile hringdi og spurði hvort það væri ekki komin tími á ball fyrir eldra fólkið, ég hélt það nú!!!!!!!!!!!!!!!!!!

þetta er svona miðlungsblogg, sem er ástæðan fyrir því að ég blogga sjaldan, thank you good night!

mánudagur, 10. mars 2008

ég blogga til að gleyma.... eða gleymi að blogga ?






jæja jæja jæja, nú kemur blogg.......... tók mig saman í tilverunni og setti inn nýja könnun, nýjar flöskur fullar af kúli á videobarinn og lagaði til í hlekkjunum. nú styttist í páskana og þá er ekki úr vegi að fara yfir dagskránna ( ég pikka bara með vísifingrunum og tungan lafir á meðan ). páskafríið hefst kl. 14:00 næsta föstudag, þá brunar fjölskyldan norður á Akkkkkureyri í fermingu hjá Skarpa frænda, knús hjá mömmu þóris og þétt handaband hjá Olgeiri í netagerðinni. því næst koma uppáhalds útlendingarnir mínir (tóti, kristín og tríóið ) til landsins og fá sér tvöfaldann latte, rjúkandi kúreka og líkamsheitt vatn ( ekki spyrja, they just do ). svo á miðvikudag fyrir pásaka( hahahaha) mun ofurdúettinn Haldapokarnir frá Blondouzi trylla lýðinn á Sírópinu og þá er fokið í flest. þann tuttugastaogannannmarstvöþúsunogátta verður haldið hið árlega Carlsbergmót í fótbolta og verður þessum dýrðardegi slitið með öskrandi mannætublús að hætti Johnny & the rest......... þakka áheyrnina og hlakka til að hitta ykkur í blúsnum sullandi í gin & tonik að hætti hússins eða bara likamsheitu vatni

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

er það ?


finnur einhver annar en ég fyrir þessari hlýnun jarðar sem alltaf er verið að tala um, maður horfir svoleiðis á heilu jöklana hendast útí sjó þessa dagana og er að kafna úr hita og súrefnisleysi.

furðuleg skordýr skjóta upp kollinum, ísbirnirnir sem búa á höfðabrautinni eru að deyja út

og Holland sokkið ! Nei aldeilis ekki..... þessa dagana er maður búinn að taka fram snjóþrúgurnar og mörgæsagildrurnar, prjóna trefil og orðinn helköttaður af snjómokstri............. Hlýnun jarðar hahahahahaha

mánudagur, 11. febrúar 2008

hákarlar og pungar, gotta love it !


ert ekki að grínast með nýfundna ást mína á pungum, ég held að ég hafi slafrað í mig svona sjö hrútum sem væru frekar sáttir í dag hefðu þeir séð til mín sleikja útum yfir stolti þeirra og prýði. svo er það annað, þegar þið borðið gallsúran hákarl sem bragðast einsog bóndi með gin og klaufaveiki hafi migið yfir, sjáið þið fyrir ykkur jaws eða hákarlinn sem át stephanie í bay watch (mikið var ég glaður þegar hún var látin fara og sjálfsagt var hasselhoff það líka, það er ekkert pláss fyrir svona gellur í strandvörðum)....... annars var þetta alveg megashitfokking massívt blót, góður annáll, ónýtur matur og stjörnuprýtt band. fyndið þegar fólk segir alveg hlessa að Einar Ágúst hafi bara verið góður í samsöngnum, er hann ekki söngvari ? svo var sketzinn með steina á núpi geðveikur, hann var svo geðveikur að ég skellti í vöfflur daginn eftir fyrir steina í þakklætisskyni !

laugardagur, 2. febrúar 2008

Man minn fífil fegri !


en samt í banastuði fyrir utan nokkra kvilla sem ekki er vert að væla um. það er líka þannig að þegar maður er tvöhundruð kílóa dvergur með kryppu og frunsu, lærir maður að sætta sig við ýmislegt.........er það ekki.