miðvikudagur, 13. febrúar 2008

er það ?


finnur einhver annar en ég fyrir þessari hlýnun jarðar sem alltaf er verið að tala um, maður horfir svoleiðis á heilu jöklana hendast útí sjó þessa dagana og er að kafna úr hita og súrefnisleysi.

furðuleg skordýr skjóta upp kollinum, ísbirnirnir sem búa á höfðabrautinni eru að deyja út

og Holland sokkið ! Nei aldeilis ekki..... þessa dagana er maður búinn að taka fram snjóþrúgurnar og mörgæsagildrurnar, prjóna trefil og orðinn helköttaður af snjómokstri............. Hlýnun jarðar hahahahahaha

mánudagur, 11. febrúar 2008

hákarlar og pungar, gotta love it !


ert ekki að grínast með nýfundna ást mína á pungum, ég held að ég hafi slafrað í mig svona sjö hrútum sem væru frekar sáttir í dag hefðu þeir séð til mín sleikja útum yfir stolti þeirra og prýði. svo er það annað, þegar þið borðið gallsúran hákarl sem bragðast einsog bóndi með gin og klaufaveiki hafi migið yfir, sjáið þið fyrir ykkur jaws eða hákarlinn sem át stephanie í bay watch (mikið var ég glaður þegar hún var látin fara og sjálfsagt var hasselhoff það líka, það er ekkert pláss fyrir svona gellur í strandvörðum)....... annars var þetta alveg megashitfokking massívt blót, góður annáll, ónýtur matur og stjörnuprýtt band. fyndið þegar fólk segir alveg hlessa að Einar Ágúst hafi bara verið góður í samsöngnum, er hann ekki söngvari ? svo var sketzinn með steina á núpi geðveikur, hann var svo geðveikur að ég skellti í vöfflur daginn eftir fyrir steina í þakklætisskyni !

laugardagur, 2. febrúar 2008

Man minn fífil fegri !


en samt í banastuði fyrir utan nokkra kvilla sem ekki er vert að væla um. það er líka þannig að þegar maður er tvöhundruð kílóa dvergur með kryppu og frunsu, lærir maður að sætta sig við ýmislegt.........er það ekki.